PANTAÐU NÚNA | AFHENDING 2-3 VIRKIR DAGAR

Terms and Conditions

Upplýsingar um seljanda

Echelonfit Iceland, kt: 600707-1320, VSK nr.:95528 til húsa að Ármúla 26, 108 Reykjavík

Almennt

Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði Echelonfit.is. Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á netversluninni Echelonfit.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Allar upplýsingar á vef okkar - www.echelongfit.is - , þmt. birgðastaða, verð osfrv. eru birt með fyrirvara um villur. Echelonfit Iceland áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, breyta afhendingartíma osfrv.

Áskriftsamningur

Your Echelon Fit™ subscription automatically renews unless auto-renew is turned off at least 24 hours before the end of the subscription trial period. You will be charged through your iTunes or Google Play store account. See pricing on app for the amount charged. Any unused portion of a free trial will be forfeited when the trial ends and subscription is purchased.

Afhendingarskilmálar

Hægt er að sæka vöru án endurgjalds í Ármúla 26, 108 Reykjavík hjá Echelonfit Iceland opið alla virka daga frá 11-18 og 12-16 á laugardögum

Sendingarkostnaður innan stór-Reykjavíkur svæðinsins kostar 2.500 kr .
Sendingarkostnaður utan stór-Reykjavíkur svæðinsins kostar 12.000 kr .

Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum utan stór-Reykjavíkur svæðinsins er dreift af TVG-Zimsen og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar TVG-Zimsen um afhendingu vörunnar. Echelonfit Iceland ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Echelonfit Iceland til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur

Skilafrestur er 30 dagar og mà skila vörunni til baka til okkar , svo lengi sem varan sè eins og ný, mà ekki sjà à vörunni nein merki eđa rispur og verđur varan aď vera ì upprunalegum umbùđum og kassa međ leiđbeningum, bækling og rafmagns snùru . Þarf ađ skila vörunni ì verslun Echelonfit Iceland í Ármúla 26.
Einungis er hægt ađ skila vöru sem er keypt af Echelonfit Iceland.

Afgreiðslutími

Afreiðslutími er 1-2 virkir dagar
Opið alla virka daga frá 11-18 og 12-16 á laugardögum

Verð

Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti 24%. Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga eða prentvilla.

Greiðsluleið

Ef þú ert að íhuga að dreifa greiðslu í nokkra mánuði getur þú skoðað samanburð á lánum á Aurbjorg.is, síðan birtir fleiri möguleika en greiðslukerfi Echelonfit biður upp á.

Í verslun echelonfit bjóðum við upp á fjölda greiðsluleiða til að skipta greiðslum á raðgreiðslum.

DEBETKORT/MILLIFÆRSLA

Debetkort/millifærsla er einföld leið til að ganga hratt og örugglega frá kaupum á vöru eða þjónustu hvort sem verslað er yfir búðarborðið eða á netinu. Kaupferlið er einfalt. Þú sem viðskiptavinur þarft einungis að gefa upp kennitölu, kortanúmer, símanúmer og netfang og á nokkrum sekúndum færðu heimild ef allt er eins og það á að vera. Þessi greiðslufrestur er vaxtalaus og eini kostnaðurinn er greiðslu og tilkynningargjald. Tilkynningar- og greiðslugjald 195 kr. 

RAÐGREIÐSLUR Á KREDITKORT

Raðgreiðslur með vöxtum til allt að 36 mánaða. Greiðslur eru færðar sjálfkrafa á kreditkort.
Kreditkort frá VISA og MasterCard.
Lántökugjald: 3,5%
Greiðslugjald: 405 kr. (fyrir hvern mánuð)
Ársvextir: 12,95
 

Ábyrgðarskilmálar

Ábyrgðin gildir frá kaupdegi í vefverslun echelonfit.is. Framvísa þarf upphaflegri kvittun sem staðfestingu á kaupum. Ábyrgðin gildir eingöngu fyrir þann aðila sem upprunalega kaupir vöruna. Hún færist ekki á milli eigenda.

Lög um varnarþing

Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli. Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um neytendasamninga nr 16/2016 og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 16/2016 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Notkun á persónuupplýsingum

Sendingar úr kerfi echolonfit.is kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.